Þjálfi
Þjálfi
02 Aug, 2022

Aðalfundargerð Hestamannafélagsins Þjálfi 2022

Haldinn í Dalakofanum 17. mars 2022

Mættir eru:

Friðrik V. Jakobsson

Birna Hólmgeirsdóttir

Inga Þórey Ingólfsdóttir

Jón Sverrir Sigtryggsson

Oddrún Marteinsdóttir

Snorri Már Snorrason

Kristján Snæbjörnsson

Baldur Jónsson

Jón Þór Sigurðsson

Benedikt Arnbjörnsson

Arnar Andrésson

Baldvin Kr. Baldvinsson

Helga Sigurbjörg Sigurjónsdóttir

Sigurður Marinósson

Formaður setur fund og leggur til að Baldvin Kristinn fari með fundarstjórn. Það er samþykkt og tekur Baldvin þar með við fundarstjórn.

Lagt er til að aðalfundirnir þrír fyrir árin 2019,2020, 2021 verði haldnir saman og það samþykkt.

Formaður geri grein fyrir skýrslu stjórnar fyrir þessi þrjú ár

Spurningar um skýrslu stjórnar:

Hver leggur fram skýrslu og hvers vegna var ekki haldin firmakeppni?

Formaður svaraði þessu skilmerkilega, stjórn kjörin á aðalfundi 2019 leggur fram skýrslu og firmakeppni ekki haldin vegna COVID takmarkana.

Skýrsla stjórnar borin upp til samþykktar og hún samþykkt með þorra atkvæða.

Reikningar.

Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum félagsins,sem eru lagðir fram án skoðunar kjörinna skoðunnarmanna félagsins.

Reikningur 2019 lagður fram til samþykktar með fyrirvara um áritun skoðunnarmanna. samþykkt með þorra atkvæða.

Reikningur 2020 lagður fram til samþykktar með fyrirvara um áritun skoðunnarmanna. samþykkt með þorra atkvæða.

Reikningur 2021 lagður fram til samþykktar með fyrirvara um áritun skoðunnarmanna. samþykkt með þorra atkvæða.

Kosningar.

Katrín Von Gunnarsdóttir og Gunnar Óli Hákonarson senda Jón Sverrir Sigtryggsson með umboð fyrir sig á fundinn. samþykk með meiri hluta atkvæða að taka umboð þeirra gild.

Framboð til formanns: Tvö framboð komu:

Friðrik Jakobsson og Helga Sigurbjörg Sigurjónsdóttir gáfu kost á sér til formanns Þjálfa. Friðrik Fékk 5 atkvæði, Helga Fékk 10 atkvæði, Kristján Snæ 1 atkvæði, Hildur Vésteinsdóttir fékk 1 atkvæði.

Helga Sigurbjörg kjörin formaður félagsins.

Ritari valin til eins árs: Katrín Von Gunnarsdóttir

Meðstjórnandi valinn til eins árs: Snorri Már Snorrason

Gjaldkeri til tveggja ára: Jón Sverrir Sigtryggsson

Meðstjórnandi valin til tveggja ára: Birna Hólmgeirsdóttir

Varastjórn kjörin til eins árs: Arnar Andrésson og Jón Þór Sigurðsson

Skoðunarmenn reikninga kjörnir til eins árs: Benedikt Arnbjörnsson og Böðvar Baldursson

Varaskoðunarmenn kjörnir til eins árs: Snorri Kristjánsson og Baldvin Kr. Baldvinsson

Önnur Mál:

Reiðhöll. Granamenn óska eftir því við aðalfund Þjálfa að aðalfundur veiti stjórn Þjálfa heimild til að ganga til samninga við Grana um að selja þeim hlut Þjálfa í höllinni. Samþykkt með þorra atkvæða.

Samningur við landeigendur Einarsstaða. Landeigendur vilja uppfæra samninginn til nútímaforms. Fundur samþykkir að veita stjórninni samþykki til að ganga til samninga við landeigendur.

Tillaga um að árgjaldið verði 5000 kr. Fyrir árið 2022. Tillagan samþykkt samhljóða, Óskast bókað að félagsgjaldið verði innheimt.

Rætt um kostnað við dómara og hvernig hægt væri að lækka hann.

Spurt um stöðu æskulýðsmála, og málin rædd aðeins.

Rætt um Reiðvega mál sagt að það liggi peningar eyrnamerktir í reiðveg yfir fljótsheiði og hefur verið haft samband við sveitastjórn marg oft en fær engin svör þaðan. spunnust umræður um Fljótsheiði og einnig reiðleið við Goðafoss og að ríkið komi að þeirri vinnu. Talað um að gera fleiri varanlegri gerði eða áningarhólf við reiðleiðir í héraðinu.

Kvartað yfir því hve lítið fé Þingeyjarsveit hefur lagt til félagsins í 63 ára sögu þess.

Samstarf við Létti með samstarfsnefnd um störf félagana, mótahald og annað. fundur samþykkir að ný stjórn haldi áfram þessu samtali.

Rætt um að breyta firmakeppni í félagsmót, og fá frekar nokkur fyrirtæki til að vera bakhjarlar félagsins og hafa merki þeirra á öllum viðburðum félagsins og heimasíðum.

Útivist og afþreying kort, skoða hver á þetta kort og gerði það og athuga með hvort félagið geti fengið að gefa þetta kort út til fjáröflunnar.

Fundargerð aðalfundar lesin og borin undir til samþykktar.

Fundi slitið.

undirskriftadalfundar2022.jpg

Stjórnin

Stjórnin

Stjórn Hestamannafélagsins Þjálfi

Skildu eftir skilaboð

Tengdir Póstar

Flokkar

Tenglar

FACEBOOKINSTAGRAMLandssamband Hestamannafélaga

Styrktaraðilar

SamherjiLíflandLandsvirkjunR&M ehf.Steinsteypir ehf.Sparisjóður Suður-ÞingeyingaNorðlenska
Þjálfi

Þjálfi

© Reykweb 2022